127 listamenn framtíðarinnar útskrifaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 10:08 Frá útskrift Listaháskóla Íslands í Hörpu um helgina. LHÍ Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar. Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Útskriftarathöfn Listaháskóla Íslands vorið 2019 fór fram með hátíðlegum hætti í Silfurbergi Hörpu þann 15. júní. Útskrifaðir voru 127 nemendur frá öllum deildum skólans að því er segir í tilkynningu frá LHÍ. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor, fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þekkingarsköpunar í síbreytilegum heimi og að útskriftarnemendur þekki tilgang sinn í sínum nýju hlutverkum með glænýja þekkingu. „Það varðar ekki síst ykkur sem gangið héðan út í dag á vit framtíðarinnar og heimsmyndar í deiglu umbreytinga sem á sér engin fordæmi. Þekkingarsköpun á Íslandi þarf að halda í við þessar umbreytingar. Ekki einungis í dægursveiflu okkar örsamfélags, heldur í takti við þarfir heimsbyggðarinnar, þegar forsendur velfarnaðar okkar allra hverfa frá því að vera efnis- eða framleiðsludrifnar og verða fyrst og fremst þekkingardrifnar,“ sagði Fríða Björk. „Jafnvel þótt þið séuð tilbúin til þess að kanna hið óþekkta, vinna ný lönd og þróa aðferðir og eigin nálgun þá þurfið þið eigi að síður að þekkja erindi ykkar í listinni. Hver ætlun ykkar er með hverju og einu þeirra verka sem þið skapið.“ Í ár fagnar Listaháskólinn 20 ára afmæli. Af því tilefni var forseti Íslands hátíðarræðumaður en hann blés útskriftarefnum eldmóð í brjóst í ræðu sem var hvatning inn í framtíð þeirra sem starfandi listamenn, hönnuðir og kennarar. Við athöfnina flutti Richard Simm verkið Jeux d'eau eftir Maurice Ravel en Richard lætur í vor af störfum sem meðleikari eftir áratugastarf í tónlistardeild. Maria Thelma Smáradóttir flutti tvö brot úr verkinu Velkomin heim en verkið er unnið af leikhópnum Trigger Warning. Auk Mariu Thelmu eru í leikhópnum þær Andrea Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils sem leikstýrðu verkinu en þær eru líkt og Maria útskrifaðar úr sviðslistadeild skólans. Að verkinu komu einnig þær Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir sem útsettu hljóðmynd og tónlist en þær eru útskrifaðar úr tónlistardeild. Hefð er fyrir því að fulltrúar nemenda flytji ræðu fyrir hönd samnemenda sinna í hverri deild. Fulltrúar nemenda í ár voru Kristín Dóra Ólafsdóttir fyrir hönd listkennsludeildar, Jóhann Ingi Skúlason og Kimi Tayler fyrir hönd myndlistardeildar, Signý Jónsdóttir og Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeildar, Sandra Lind Þorsteinsdóttir fyrir hönd tónlistardeildar og Ásthildur Sigurðardóttir fyrir hönd sviðslistadeildar.
Menning Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira