Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 16:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Xi Jinping, forseti Kína, og Kim Jong-un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu á forsíðu bókar sem var til sölu á flugvellinum í Hong Kong. getty/Geovien So Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Xi mun hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að ræða vandamál á Kóreu skaganum. Heimsóknin mun vera sú fyrsta sem nokkur kínverskur þjóðhöfðingi fer til Norður-Kóreu í 14 ár og fyrsta heimsókn Xi en hann tók við völdum árið 2012. Aðeins er vika þar til G-20 ráðstefna verður haldin í Japan, þar sem gert er ráð fyrir að Xi muni hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kim hefur heimsótt Kína fjórum sinnum en enginn kínverskur forseti hefur heimsótt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, síðan faðir Kim, Kim Jong-il, tók við þáverandi forseta Kína, Hu Jintao, árið 2005. Heimsóknirnar áttu að bæta samskipti milli ríkjanna eftir að yfirvöld í Peking studdu röð viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvirkni hennar.Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtogi Norður-Kóreu, og Hu Jintao, fyrrverandi forseti Kína, við heimsókn hins fyrrnefnda í Peking árið 2006.getty/Sovfoto„Þessi samskipti Kína og Norður-Kóreu marka kaflaskipti,“ sagði ríkisfréttastofa Kína, CCTV og bætti við að Xi og Kim hefðu náð „samrómi varðandi mörg mikilvæg mál“ á fyrri fundum. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa dregist á langinn vegna ósættis með kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu, þrátt fyrir fundi Trump og Kim. Bandaríkin og Kína eru eins og er föst í viðskiptastríði sem sífellt þróast þar sem bæði löndin setja æ meiri tolla á vörur hvors annars. Forsætisráðuneyti Suður Kóreu sagði í tilkynningu að vonast væri til að heimsóknin myndi hvetja til endurupptöku á viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu.Hvað gerðist í síðustu opinberu heimsókn ríkjanna? Peking hefur þó nokkurt pólitískt vald í Pyongyang en Mao Zedong, fyrrum leiðtogi Kína sagði sambandið vera jafn náið og „tennur og varir.“ Í þriggja daga ferðinni árið 2005 tók Kim Jong-il við Hu á flugvellinum í Pyongyang þegar hann kom til landsins. Þúsundir Norður-Kóreu búa höfðu undirbúið atriði til að bjóða forsetann velkominn þegar bílalest hans keyrði inn í höfuðborgina og veisla var haldin honum til heiðurs. Kim lofaði pólitískar aðgerðir Kína og lofaði forsetanum kínverska að Pyongyang myndi taka þátt í kjarnorkuviðræðunum. Hu og Kim Jong-il hittust oftar í Peking eftir þessa heimsókn.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Kim sagður hafa tekið samningamann sinn af lífi Suður-kóreskt dagblað fullyrðir að nokkrir embættismenn hafi verið líflátnir eftir að leiðtogafundur Kim Jong-un og Donalds Trump fór út um þúfur í febrúar. 31. maí 2019 07:21