Með sól í sinni Davíð Stefánsson skrifar 17. júní 2019 10:00 Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar