Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 14:42 Faraldurinn hefur færst yfir til Úganda. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06
Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27
Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02