Leiðtogi umdeilds sértrúarsafnaðar látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 11:57 Hamilton-Byrne stofnaði Fjölskylduna á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína. Andlát Ástralía Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Anne Hamilton-Byrne, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Fjölskyldunnar (e. The Family) er látin. Hún lést að heimili sínu í Melbourne í Ástralíu, 98 ára að aldri. Hamilton-Byrne sagðist vera frelsarinn sjálfur, Jesú Kristur, endurfæddur. Söfnuður hennar gekk að stórum hluta út á dulspeki og kristni, í bland við neyslu eiturlyfja. Söfnuðinn stofnaði hún seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í frétt BBC af málinu. Fjölskyldan ættleiddi börn sem áttu um sárt að binda og kom þeim fyrir á heimili á vegum safnaðarins þar sem þeim var ´seð fyrir menntun, þar sem þeim var ekki leyft að sækja almenna skóla. Þau sem dvöldu sem börn hjá söfnuðinum hafa sjálf lýst tíma sínum þar sem eins konar fangelsisvist. Meðal þess sem börnin þurftu að þola við dvöl sína í söfnuðinum voru barsmíðar, matarleysi og tilraunir til heilaþvottar. Auk þess sá söfnuðurinn börnunum fyrir fíkniefnum. Seint á níunda áratugnum hóf lögregla að rannsaka ásakanir á hendur söfnuðinum. Svo fór að söfnuðurinn var leystur upp og börnin sem verið höfðu í haldi voru frelsuð. Þrátt fyrir þær þungu sakir sem Hamilton-Byrne var borin þurfti hún aldrei að gjalda fyrir glæpi sína. Hún komst raunar aðeins einu sinni í kast við lögin, en það var þegar henni var gert að greiða sekt vegna skattsvika. Fyrrum lögreglufulltrúi í Viktoríufylki í Ástralíu, Lex de Man, fór með rannsókn á málum Fjölskyldunnar á sínum tíma. Hann sagði í samtali við ástralska miðilinn The Age að hann „felldi ekki eitt tár í dag.“ „Í dag lauk lífi einhverrar illgjörnustu manneskju Viktoríufylkis,“ sagði de Man og bætti við að hann harmaði að Hamilton-Byrne hafi aldrei þurft að svara til saka fyrir glæpi sína.
Andlát Ástralía Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira