Stefna á að semja um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:38 Það er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem boðar formenn flokkanna til fundar klukkan 16 til að reyna að semja um þinglok. vísir/vilhelm Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54