Handtekinn í Indlandi grunaður um tengsl við árásirnar á Srí Lanka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 12:15 Yfir 250 manns létust í árásunum og meira en 500 særðust. Myndin tengist efni fréttarinnar með óbeinum hætti. Chamila Karunarathne/AP Andhryðjuverkadeild innan indversku lögreglunnar hefur handtekið mann sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á Srí Lanka sem framdar voru síðastliðinn Páskadag. Fimm aðrir hafa verið handteknir. Rannsakendur málsins segja manninn, sem er 32 ára og heitir Mohammad Azharuddin, hafa verið Facebook-vin Zahran Hashim, sem er einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp í árásunum með tilheyrandi mannfalli. Hashim er einnig talinn vera heilinn á bak við árásirnar, sem samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á. 258 manns týndu lífi í árásunum og yfir 500 særðust. Handtakan kemur í kjölfar áhlaupa lögreglunnar á hús sem indverska lögreglan telur hafa verið dvalarstað vígamanna ISIS í indversku borginni Coimbatore. Auk Azharuddin vor fimm aðrir hnepptir í hald lögreglu til yfirheyrslu. Leyniþjónusta Indlands vinnur nú með lögregluyfirvöldum á svæðinu að húsleit á heimili Azharuddin, auk þess sem leitað er heima hjá þremur af hinum fimm. Allir eru mennirnir ásakaðir um að hafa „dreift boðskap“ ISIS og að reyna að sannfæra „berskjaldaða unglinga“ um að ganga í raðir samtakanna og fremja hryðjuverkaárásir í suðurhluta Indlands. Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45 Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. 5. maí 2019 11:28 Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Andhryðjuverkadeild innan indversku lögreglunnar hefur handtekið mann sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á Srí Lanka sem framdar voru síðastliðinn Páskadag. Fimm aðrir hafa verið handteknir. Rannsakendur málsins segja manninn, sem er 32 ára og heitir Mohammad Azharuddin, hafa verið Facebook-vin Zahran Hashim, sem er einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp í árásunum með tilheyrandi mannfalli. Hashim er einnig talinn vera heilinn á bak við árásirnar, sem samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, hafa lýst yfir ábyrgð á. 258 manns týndu lífi í árásunum og yfir 500 særðust. Handtakan kemur í kjölfar áhlaupa lögreglunnar á hús sem indverska lögreglan telur hafa verið dvalarstað vígamanna ISIS í indversku borginni Coimbatore. Auk Azharuddin vor fimm aðrir hnepptir í hald lögreglu til yfirheyrslu. Leyniþjónusta Indlands vinnur nú með lögregluyfirvöldum á svæðinu að húsleit á heimili Azharuddin, auk þess sem leitað er heima hjá þremur af hinum fimm. Allir eru mennirnir ásakaðir um að hafa „dreift boðskap“ ISIS og að reyna að sannfæra „berskjaldaða unglinga“ um að ganga í raðir samtakanna og fremja hryðjuverkaárásir í suðurhluta Indlands.
Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45 Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. 5. maí 2019 11:28 Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Mennirnir þrír höfðu áður kallað eftir stríði við þá sem ekki aðhyllast Íslam. 28. apríl 2019 10:45
Guð og lukkan bjargaði hundruð mannslífa páskadaginn örlagaríka Tilviljun ein réði því að Mohammad Nasar Mohammad Azar, einn hryðjuverkamannanna í Sri Lanka árásunum, náði ekki að sprengja í loft upp dómkirkju heilagrar Maríu að morgni páskadags með tilheyrandi mannfalli og skelfingu. Ástæðan er sú að Azar hafði ekki séð auglýsingu um að páskamessunni yrði flýtt. 5. maí 2019 11:28
Banna fólki að hylja andlit sitt eftir hryðjuverkaárásirnar Þetta er hluti þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag þar sem 250 létu lífið og hundruð særðust. 29. apríl 2019 07:06