Blues vann leikinn 4-1 og rimmuna því 4-3. 52 ára bið Blues eftir meistaratitli er því lokið. Það sem gerir það enn magnaðra að liðið sé meistari er sú staðreynd að Blues var lélegasta lið deildarinnar í janúar.
Blues-liðið hefur verið svo lélegt að það var að komast í úrslitarimmuna í fyrsta sinn síðan 1970.
Það var mjög fallegt að hin 11 ára gamla Laila Anderson gat fagnað með liðinu en hún er með lífshættulegan ónæmissjúkdóm. Hún er einn harðasti stuðningsmaður Blues og sá ekki fram á að komast á oddaleikinn.
Stanley, meet Laila. #StanleyCuppic.twitter.com/TScL24otTC
— NHL (@NHL) June 13, 2019
Leikmenn sögðu að hún væri lukkutröll liðsins og voru meira en lítið kátir að deila gleðinni með henni.
