Ríkharður III sigurvegari kvöldsins Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 23:01 Brynhildur Guðjónsdóttir vann verðlaun fyrir leikstjórn ársins en hún leikstýrði Ríkharði III. Fréttablaðið/Eyþór Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Ríkharður III var sigurvegari kvöldsins þegar Grímuverðlaunin fóru fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningin var tilnefnd í átta flokkum og stóð uppi sem sigurvegari í sex þeirra. Verkið fór heim með verðlaun í flokknum sýning ársins og þá vann Brynhildur Guðjónsdóttir verðlaun fyrir leikstjóra ársins en hún leikstýrði sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson, sem fer með hlutverk Ríkharðs, vann verðlaunin fyrir leikara ársins. Þá vann sýningin verðlaun fyrir leikmynd ársins en það var Ilmur Stefánsdóttir sem stóð að henni. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búningahönnun sýningarinnar og Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu. Sýningin Matthildur fékk tvenn verðlaun en það var hún Vala Kristín Eiríksdóttir sem fékk verðlaun sem leikkona ársins í aukahlutverki og Lee Proud, danshöfundur sýningarinnar, fékk verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfinar ársins. Ronja Ræningjadóttir var valin barnasýning ársins og Club Romantica fékk verðlaun fyrir leikrit ársins. Stefán Hallur Stefánsson fékk verðlaunin leikari ársins fyrir hlutverk sitt í sýningunni Samþykki og Sólveig Guðmundsdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Rejúníon. Borgarleikhúsið var því sigursælast leikhúsanna með níu verðlaun í kvöld en Þjóðleikhúsið fór heim með þrjú verðlaun fyrir sýningarnar Einræðisherrann, Ronja ræningjadóttir og Samþykki.Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverki Ríkharðs III.BorgarleikhúsiðSýning ársins Ríkharður III eftir William Shakespeare. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikrit ársins Club Romantica eftir Friðgeir Einarsson. Sviðsetning: Leikhópurinn Abendshow og Borgarleikhúsið.Leikstjóri ársins Brynhildur Guðjónsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aðalhlutverki Hjörtur Jóhann Jónsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Leikari ársins í aukahlutverki Stefán Hallur Stefánsson, Samþykki. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Leikkona ársins í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir, Rejúníon. Sviðsetning: Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó.Leikkona ársins í aukahlutverki Vala Kristín Eiríksdóttir, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Snorri Helgason og Friðgeir Einarsson í Club Romantica.AbendshowLeikmynd ársins Ilmur Stefánsdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Lýsing ársins Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ríkharður III. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Tónlist ársins Daníel Bjarnason, Brothers. Sviðsetning: Íslenska Óperan í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Hljóðmynd ársins Karl Olgeirsson, Aron Þór Arnarson og leikmunadeild Þjóðleikhússins, Einræðisherrann. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir, La Traviata. Sviðsetning: Íslenska óperan.Dans- og sviðshreyfingar ársins Lee Proud, Matthildur. Sviðsetning: Borgarleikhúsið.Salka Sól í hlutverki Ronju ræningjadóttur.ÞjóðleikhúsiðBarnasýning ársins Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Sviðsetning: Þjóðleikhúsið.Dansari ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Danshöfundur ársins Bára Sigfúsdóttir, The Lover. Sviðsetning: Bára Sigfúsdóttur og GRIP í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.Útvarpsverk ársins **SOL** eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson. Leikstjórn: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson. Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV í samstarfi við Sóma þjóðar.Sproti ársins Matthías Tryggvi Haraldsson
Gríman Leikhús Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2019 Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar leikhúsanna. 5. júní 2019 19:45