Hreiðrið við Stekkjarbakka yfirgefið og tómt eftir árás máva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2019 15:45 Gæsin sést hér liggja á hreiðri sínu í síðustu viku. vísir/egill Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“ Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Svo virðist sem að gæsapar sem komið hafði sér upp hreiðri á hringtorgi við Stekkjarbakka í Breiðholti hafi yfirgefið hreiðrið í dag eftir að fjöldi máva réðst að hreiðrinu. Anton Magnússon sá þegar mávarnir réðust að hreiðrinu og segist í samtali við Vísi hafa séð þegar einn mávurinn át einn af ungunum sem voru í hreiðrinu. Hann vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt. Fjallað var um gæsina sem lá á hreiðrinu í fjölmiðlum í síðustu viku þar sem hún hafði vakið athygli vegfarenda fyrir að hvæsa á vegfarendur eða hreinlega ráðast til atlögu til að vernda hreiðrið sitt. Anton keyrir fram hjá hringtorginu daglega þar sem hann vinnur í nágrenninu. „Ég var búinn að fylgjast með þeim áður en fréttin um gæsina kom. Þau hafa verið þarna að dúlla sér og gaman að fylgjast með þeim vegna þess að gassinn var voða duglegur að passa sína frú. Hann leyfði ungum krökkum og fólki að labba þarna fram hjá en gat orðið grimmur út í hjólreiðamenn því þeir virka svo stórir fyrir hann,“ segir Anton.Sjá hér fyrir neðan frétt Stöðvar 2 um gæsina frá því í síðustu viku.Tugir máva á sveimi við hreiðrið Það var þó eitthvað allt annað í gangi við hreiðrið á hringtorginu um klukkan ellefu í morgun. „Þá sé ég í fyrsta lagi 30 til 40 máva og hamagang og læti. Svo sé ég þarna brauð eða kökur á grasinu fyrir framan gæsina og ísboxdollu með væntanlega vatni. Síðan horfi ég á þá þar sem þeir eru að éta brauðið eða kökuna og hamast áfram og í gæsinni sem er náttúrulega alveg brjáluð greyið. Ég sé þá ekki borða nema einn unga, ég sé bara einn mávinn koma með einn unga alveg brjálaður og hinir fara allir í hreiðrið,“ segir Anton. Eftir smástund hafi gæsaparið því farið í burtu en engir ungar á eftir þeim. Anton segist gera ráð fyrir því að mávarnir hafi étið hina ungana sem hafi væntanlega verið nýkomnir úr eggjunum. Anton segir að þeir sem hafi komið með brauðið og vatnið hafi auðvitað gert það í góðu. „En gassinn sér bara um sína frú og ef þau hefðu verið látin í friði þá hefði ekkert gerst vegna þess að hún er í felum af ástæðu. Hún vill bara í felum. Steggurinn er alltaf hinu megin við götuna, hann er ekki alveg við hreiðrið því hann vill ekki vekja athygli á frúnni og hreiðrinu. Þetta var agalega sorglegt,“ segir Anton sem hefur enga trú á að nokkrir ungar hafi lifað árás mávanna af. „Ég er búinn að fara þarna niður eftir einu sinni síðan og hreiðrið er yfirgefið og tómt og engir fuglar.“
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Dýravistfræðingur segir hegðun gæsarinnar eðlilega 5. júní 2019 20:30 Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. 4. júní 2019 17:00