Óttast að leikmenn misnoti breytingar á reglum um hendi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 14:00 Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna vísir/getty Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira