Jens kynntist því í fyrsta sinn í dag að vera eini karlmaðurinn á NATO-fundi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2019 22:12 Jens Stoltenberg og Katrín Jakobsdóttir segja frá fundinum á efri hæð Ráðherrabústaðarins þar sem Jens var eini karlmaðurinn. Stöð 2/Einar Árnason. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í morgun í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Öryggismál á norðurslóðum, netógnir og framlag Íslendinga til NATO-samstarfsins voru meðal umræðuefna en Katrín sagði þó eldfimasta málið hafa verið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson væri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Jens Stoltenberg byrjaði á því að heimsækja öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli þar sem hann skoðaði bandaríska P-8 Poseidon eftirlitsflugvél en hélt síðan til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Mikil öryggisgæsla fylgir komu framkvæmdastjóra NATO, raunar svo mikil að öryggisverðir lentu í erfiðleikum með að opna dyrnar á bíl Stoltenbergs. Eftir vandræðalega bið gat Jens loksins stigið út til að heilsa upp á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem gerði grín að uppákomunni. „Þeir verða að hleypa þér út,“ sagði Guðlaugur Þór.Guðlaugur Þór Þórðarson og Jens Stoltenberg fyrir framan utanríkisráðuneytið í morgun.Mynd/NATO.Að loknum klukkustundar hádegisverðarfundi með utanríkisráðherra hélt Stoltenberg í Ráðherrabústaðinn við Tjörnina til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Katrín sagði þau deila áhyggjum af pólitískri spennu vegna norðurslóða og vegna útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Þau ræddu einnig um netógnir. Þá lýsti Jens ánægju með margvíslegt framlag Íslands til NATO-samstarfsins. „Skilaboð mín í dag eru þau að við búum í óútreiknanlegri heimi, á óvissum og ófyrirsjánlegum tímum. Við þurfum sterkar fjölþjóðlegar stofnanir eins og NATO og Ísland leggur sitt af mörkum til að styrkja bandalagið okkar, svo kærar þakkir fyrir það,“ sagði Stoltenberg. „Svo töluðum við um þjóðerni Leifs Eiríkssonar. Við sköpuðum öryggisaðstæður hérna uppi á annarri hæð. Ég held að þetta hafi verið hættulegasta efnið sem við ræddum,“ sagði Katrín í léttum dúr. Og meðan færi gafst á ljósmyndun lýsti Jens óvenjulegri reynslu af efri hæðinni í Ráðherrabústaðnum. „Fundurinn uppi á annarri hæð var fyrsti NATO-fundurinn með þjóðarleiðtoga og öðrum forystumönnum ríkis sem ég hef tekið þátt í þar sem ég var eini karlmaðurinn í herberginu,“ sagði hann. „Hann var eini karlinn í herberginu. Það var nýlunda,“ bætti Katrín við. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO fundar á Íslandi með forsætisráðherra sem er andstæðingur NATO-aðildar. Hann taldi það þó ekki hafa truflað. „Þetta er ekkert vandamál, þetta endurspeglar að það eru mismunandi flokkar í lýðræðisríkjum, eins og við sjáum á Íslandi og í öðrum NATO-ríkjum,“ sagði Jens Stoltenberg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00