Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 16:21 Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð. EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð.
EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18