Radiohead krafin um hátt lausnargjald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 12:26 Thom Yorke og Jonny Greenwod, helstu gerendur í bresku hljómsveitinni Radiohead. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið. Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið.
Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30