„Klikkuð“ goggunarröð í leiklistarheiminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 11:03 Bandaríski leikarinn George Clooney segir að nú sé rétti tíminn til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney segir að í leiklistarheiminum sé skaðlegt stigveldi við lýði sem hann hafi aldrei getað vanist. Hann hafi fengið að finna fyrir goggunarröðinni því þegar hann hóf að leikstýra, leika og framleiða þáttaröðina Catch 22 fyrir streymisveituna Hulu eftir að hafa um langt skeið leikið í kvikmyndum. „Leikarar eru með einhverja klikkaða goggunarröð. Kvikmyndaleikarar líta niður til sjónvarpsleikara sem síðan hæðast að þeim sem leika í auglýsingum. Síðan líta leikhúsleikarar niður til kvikmyndaleikara,“ segir Clooney sem reynir að útskýra hinn flókna virðingarstiga leiklistarheimsins. „Jafnvel hérna í LA eru leikarar, upprunalega frá New York, sem hafa búið hérna hátt í þrjátíu ár sem finna sig knúna til að segjast samt raunverulega vera New York leikarar,“ segir Clooney sem bendir á að það þyki fínna að vera New York leikari. Sjálfur segist Clooney blessunarlega vera laus við slíka fordóma. Honum þyki enginn einn miðill fínni en annar því það sé fyrst og fremst verkefnið sjáft sem skipti mestu máli. Þannig skiptir það engu máli hvort Clooney leiki í kvikmynd, sjónvarpi eða leikhúsi.Brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið Það mætti segja að Clooney sé allt í öllu í þáttaröðinni Catch 22 en þættirnir eru sex talsins. Vart þarf að taka fram að þáttaröðin er aðlögun á samnefndri skáldsögu eftir Joseph Heller sem kom út árið 1961 og fjallar um styrjaldaræðið og það ástand sem skapaðist í seinni heimsstyrjöldinni sem einkennist af því að vera gjörsamlega á milli steins og sleggju. Clooney segir að streymisveiturnar bjóði uppi á aukna möguleika. Þær séu góður vettvangur til að segja lengri og flóknari sögur. Það hefði raun verið brjálsemi að takmarka sig við kvikmyndaformið því þessar sex klukkustundir væru nauðsynlegar til þess að gera persónunum í skáldsögunni góð skil.Ákvarðanir hinna eldri sem unga kynslóðin mun gjalda fyrir Clooney tekur mið af stjórnmálaástandinu í Bandaríkjunum sem hann lýsir sem „súrrealísku“ og „klikkuðu“ þegar hann segir að nú sér fullkominn tími til að dusta rykið af pólitísku satírunni Catch 22. Hún sé til þess fallin að minna okkur á að allt í þessum heimi sé hverfult og að sagan eigi það til að endurtaka sig. „Nú er 74 ára forseti við völd sem óskar sér að árið væri 1950 þegar það var afskaplega gott að vera hvítur karlmaður“. Clooney segir að inntakið í Catch 22 sé einmitt það ástand sem skapast þegar miðaldra hvítir karlmenn taka ákvarðanir sem ungt fólk geldur fyrir.Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar.Vísir/gettyAllt breyttist þegar Amal kom til skjalanna Clooney segist sjálfur ekki muna eftir því að hafa tekið neinar stórar afdrifaríkar ákvarðanir í lífi sínu. Þvert á móti hafi hann leyft lífi sínu að þróast í áhugaverðar áttir án mikilla inngripa af sinni hálfu. Upphaflega hafi staðið til að hann myndi feta í fótspor föður síns sem var blaðamaður. Frændi hans hefði síðan beðið Clooney um að leika í kvikmynd sem hann hafi þáð. Eitt hafi síðan leitt af öðru. Það sama hafi verið uppi á teningnum í tilhugalífinu. „Ég bjóst hvorki við því að kvænast né eignast börn en svo birtist Amal. Allt breyttist hjá mér á einhvern ótrúlega fallegan og óvæntan hátt,“ segir Clooney um eiginkonu sína mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og eignuðust tvíburana Alexander og Ellu þremur árum síðar. „Ég stefni bara í þá átt sem alheimurinn ætlar mér,“ segir Clooney um viðhorf sitt til lífsins.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40 Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45 Misheppnaðir endurfundir ER George Clooney var sá eini sem mætti. 3. febrúar 2016 15:58 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Tvíburar George og Amal Clooney komnir í heiminn Hafa fengið nöfnin Ella og Alexendar Clooney 6. júní 2017 16:40
Tvíburar á leiðinni hjá Clooney Barnalánið í Hollywood ætlar engan enda að taka en George og Amal Clooney eiga von á tvíburum. 9. febrúar 2017 21:45