Segja bróður Kim Jong-un hafa verið uppljóstrara fyrir CIA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 09:06 Kim Jong-nam árið 2007. Ashai Shimbun/Getty Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið. Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið.
Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira