Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 06:15 Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/JóiK Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39