Kópavogslækur reglulega hvítur að lit: Íbúar telja að málning rati í lækinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2019 19:45 Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Kópavogslækur sést reglulega hvítur að lit en grunur leikur á að málning leki út í lækinn. Vinsælt er meðal barna að veiða þar síli en í læknum er mikið dýralíf. Því hafa íbúar áhyggjur af mengunarafleiðingum og hefur ástandið verið tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu. Reglulega sést Kópavogslækur hvítur að lit en slíkt vekur óhug meðal íbúa Smárahverfis. Upp á síðkastið hefur skiptunum fjölgað og hafa íbúar undrað sig á lit læksins í Facebook hópi hverfisins, en talið er að um málningu sé að ræða. „Við sjáum reglulega litamengun þar sem greinilega útþynnt málning kemur frá fyrirtækjum í kring. Þetta hefur slæm áhrif á lífríki hér í kring og jafnvel þó það séu engin eiturefni í þessu þá hefru þetta slæm áhrif á lækinn,“ sagði Sævar Örn Einarsson, íbúi í Kópavogi.Íbúar telja að um málningu sé að ræðaAÐSEND MYNDLækurinn rennur í gegnum Kópavogsdal en þar eru börn oft að leik að sögn Sævars. Vinsælt er að veiða síli í læknum og er dýralíf mikið þar sem andarungar synda reglulega um. Sævar hefur áhyggjur af dýralífinu á læknum sem og heilsu barna sem leika sér við lækinn. „Já það er mikið af börnum hér á leik allan daginn. Allt morandi í andarungum. Ég hef áhyggjur af því að þetta hafi slæm áhrif á dýr og born,“ sagði Sævar. Íbúi í hverfinu hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og er málið til skoðunar. Eftirlitið hvetur fólk til að láta vita næst þegar lækurinn verður hvítur að lit svo hægt sé að taka sýni af vatninu.Lækurinn sem um ræðir er í KópavogsdalAÐSEND MYND
Dýr Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira