Áslaug Thelma stefnir Orku náttúrunnar Sylvía Hall skrifar 29. júní 2019 18:16 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent