Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2019 13:15 Herðubreið er gjarnan kölluð drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm „Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira