Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2025 15:03 Albayyouk var leiddur fyrir dómara í maí síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. Albayyouk var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps í september. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ekki ástæða til að fara niður fyrir lágmarkið Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albayyouk, sem kveðinn var upp þann 30. október en birtur í dag, segir að hann hafi játað brot sitt skýlaust, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið hafi verið með málið sem sannað samkvæmt játningu hans og að brot hans hafi réttilega verið heimfært til refsiákvæða í ákæru, sem tilraun til manndráps. Samkvæmt almennum hegningarlögum er lágmarksrefsing fyrir manndráp fimm ára fangelsi og tilraun til slíks varðar sömu refsingu. Aftur á móti segir í lögunum að dæma megi lægri refsingu fyrir tilraun til brots en mælt er um fullframin brot, einkum ef af tilrauninni má ráða að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Í dóminum segir að ekki þyki, eins og atvikum málsins var háttað, ástæða til að færa refsingu Albayyouk niður fyrir lögmælta lágmarksrefsingu samkvæmt ákvæði hegningarlaga um manndráp. Ástandið í heimalandinu hafi valdið honum hugarangri Þá segir í dóminum að Albayyouk hafi verið í [afmáð] á verknaðarstundu og meðal annar glímt við [afmáð]. „Ástandið í upprunalandi hans hafi sömuleiðis valdið honum hugarangri og hann meðal annars glímt við samviskubit og sektarkennd. Verknaður ákærða verður þó hvorki réttlættur né skýrður með því.“ Af gögnum málsins megi ráða að Albayyouk hafi deilt við brotaþola í kjölfar ágreinings á milli barna þeirra. Einnig megi ráða af gögnunum að hann hafi komist í uppnám, orðið reiður og verið í nokkurri geðæsingu vegna þessara deilna, þegar hann framdi brot sitt. Á hinn bóginn sé ekki hægt að fallast á að brotaþoli hafi valdið þeirri geðæsingu eða reiði með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun, eins og áskilið er í ákvæði hegningarlaga, sem mælir fyrir um heimild til þess að færa refsingu niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Hending ein réði því að fórnarlambið lést ekki Í dóminum segir jafnframt að samkvæmt sakarvottorði Albayyouks hafi hann ekki áður sætt refsingu hér á landi sem skipti máli við ákvörðun refsingar. Hann hafi játað brot sitt skýlaust, bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi hann viðurkennt bótaskyldu sína í málinu og lýst yfir iðrun. „Er ástæðulaust að draga í efa að iðrun hans sé einlæg og að hann sjái einlæglega eftir því að hafa framið það brot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir.“ Þetta horfi honum allt til málsbóta en brot hans hafi aftur á móti verið ofsafengið og fyrirvaralaust. Brotið hafi auk þess beinst að lífi, líkama og heilsu brotaþola, sem hafi verið óvopnaður. „Atlaga ákærða gegn brotaþola var hættuleg og án tilefnis. Hending ein réði því að ekki hlaust mannsbani af. Afleiðingar brots ákærða eru enn fremur miklar fyrir brotaþola. Þá verður að telja að brotavilji ákærða hafi verið styrkur og einbeittur í greint sinn. Verður þetta allt virt ákærða til þyngingar við ákvörðun refsingar í málinu.“ Refsing hans væri því hæfilega ákveðin fimm ára fangelsisvist. Þá greiði hann brotaþola tvær milljónir í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls rúmlega 6,3 milljónir króna. Dómsmál Stunguárás í Úlfarsárdal Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Albayyouk var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps í september. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Ekki ástæða til að fara niður fyrir lágmarkið Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Albayyouk, sem kveðinn var upp þann 30. október en birtur í dag, segir að hann hafi játað brot sitt skýlaust, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið hafi verið með málið sem sannað samkvæmt játningu hans og að brot hans hafi réttilega verið heimfært til refsiákvæða í ákæru, sem tilraun til manndráps. Samkvæmt almennum hegningarlögum er lágmarksrefsing fyrir manndráp fimm ára fangelsi og tilraun til slíks varðar sömu refsingu. Aftur á móti segir í lögunum að dæma megi lægri refsingu fyrir tilraun til brots en mælt er um fullframin brot, einkum ef af tilrauninni má ráða að brotamaðurinn sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Í dóminum segir að ekki þyki, eins og atvikum málsins var háttað, ástæða til að færa refsingu Albayyouk niður fyrir lögmælta lágmarksrefsingu samkvæmt ákvæði hegningarlaga um manndráp. Ástandið í heimalandinu hafi valdið honum hugarangri Þá segir í dóminum að Albayyouk hafi verið í [afmáð] á verknaðarstundu og meðal annar glímt við [afmáð]. „Ástandið í upprunalandi hans hafi sömuleiðis valdið honum hugarangri og hann meðal annars glímt við samviskubit og sektarkennd. Verknaður ákærða verður þó hvorki réttlættur né skýrður með því.“ Af gögnum málsins megi ráða að Albayyouk hafi deilt við brotaþola í kjölfar ágreinings á milli barna þeirra. Einnig megi ráða af gögnunum að hann hafi komist í uppnám, orðið reiður og verið í nokkurri geðæsingu vegna þessara deilna, þegar hann framdi brot sitt. Á hinn bóginn sé ekki hægt að fallast á að brotaþoli hafi valdið þeirri geðæsingu eða reiði með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun, eins og áskilið er í ákvæði hegningarlaga, sem mælir fyrir um heimild til þess að færa refsingu niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Hending ein réði því að fórnarlambið lést ekki Í dóminum segir jafnframt að samkvæmt sakarvottorði Albayyouks hafi hann ekki áður sætt refsingu hér á landi sem skipti máli við ákvörðun refsingar. Hann hafi játað brot sitt skýlaust, bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi hann viðurkennt bótaskyldu sína í málinu og lýst yfir iðrun. „Er ástæðulaust að draga í efa að iðrun hans sé einlæg og að hann sjái einlæglega eftir því að hafa framið það brot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir.“ Þetta horfi honum allt til málsbóta en brot hans hafi aftur á móti verið ofsafengið og fyrirvaralaust. Brotið hafi auk þess beinst að lífi, líkama og heilsu brotaþola, sem hafi verið óvopnaður. „Atlaga ákærða gegn brotaþola var hættuleg og án tilefnis. Hending ein réði því að ekki hlaust mannsbani af. Afleiðingar brots ákærða eru enn fremur miklar fyrir brotaþola. Þá verður að telja að brotavilji ákærða hafi verið styrkur og einbeittur í greint sinn. Verður þetta allt virt ákærða til þyngingar við ákvörðun refsingar í málinu.“ Refsing hans væri því hæfilega ákveðin fimm ára fangelsisvist. Þá greiði hann brotaþola tvær milljónir í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls rúmlega 6,3 milljónir króna.
Dómsmál Stunguárás í Úlfarsárdal Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira