Sleggjur munu fljúga Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júní 2019 13:00 Ngannou og dos Santos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00
Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15