Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda Andri Eysteinsson skrifar 28. júní 2019 22:05 Hver veit nema einhverjar nágranna erjur stafi vegna þessa trjáa. Vísir/Vilhelm Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira