„Viele Leute haben gestorben hier“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2019 15:20 Kristinn vissi ekki fyrr en miðaldra karl reif sig skyndilega úr fötunum og gerði sig líklegan til að henda sér í öldurótið. Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09
Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00