Adrian Wojnarowski á ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé komið í forystu í kapphlaupinu um Kemba Walker.
Kemba Walker hefur leikið allan sinn NBA-feril með Charlotte Hornets (áður Bobcats) en er nú með lausann samning.
ESPN story on the Boston Celtics becoming strong frontrunners to sign Charlotte All-Star guard Kemba Walker once free agency opens: https://t.co/csJ3YhWV2Y
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 27, 2019
Kemba Walker lék alla 82 leiki Charlotte Hornets á síðasta tímabili og var með 25,6 stig og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í þeim.
Hann hefur aldrei skorað meira í leik á einu tímabili en var með 22,1 stig að meðaltali tímabilið á undan.
Kemba Walker hefur aftur á móti aðeins spilað samtals ellefu leiki í úrslitakeppni á átta tímabilum sínum með Charlotte Hornets. Liðið var síðast í úrslitakeppninni vorið 2016.
Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig Boston Celtics fer að því að semja við Kemba Walker.
Breaking down how Boston can sign Kemba Walker. pic.twitter.com/AY1BXPxdNi
— Bobby Marks (@BobbyMarks42) June 27, 2019