Metanið á Mars hvarf eins fljótt og það birtist Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 14:21 Curiosity hefur rannsakað Mars frá árinu 2012. Í síðustu viku mældi jeppinn óvenjumikið metan í loftinu. Vísir/EPA Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Styrkur metans í lofthjúpi Mars nærri könnunarjeppanum Curiosity mældist í hefðbundnu horfi í rannsóknum sem jeppinn gerði um helgina. Curiosity hafði greint óvenjuháan styrk metans í síðustu viku og vakti það upp gamla draumóra um að líf gæti verið að finna undir yfirborði nágrannareikistjörnunnar. Stjórnendur Curiosity ruddu öllum öðrum verkefnum til hliðar um helgina til að fylgja eftir athugunum frá því í síðustu viku. Að sögn New York Times urðu þeir þó fyrir vonbrigðum því metanið virðist hafa horfið. Mælingin í síðustu viku sýndi styrk upp á 21 hluta af milljarði en nú var hann kominn aftur niður í innan við einn hluta af milljarði eins og vera ber á Mars. Á jörðinni mynda örverur og ýmsar dýrategundir metan. Það getur einnig orðið til við jarðhitaferla. Mælingin í síðustu viku vakti furðu og spennu því að metan er aðeins til í snefilmagni á Mars þar sem sólarljós og efnahvörf við aðstæðurnar sem þar ríkja eyða sameindunum á nokkrum öldum. Metanið sem Curiosity greindi hefði því þurft að vera tiltölulega nýlegt. „Metanleyndardómurinn heldur áfram,“ segir Ashwin R. Vasavada, leiðangursvísindamaður Curiosity, sem heitir því að teymi hans muni reyna sitt besta til að komast til botns í hvaða metanið kemur.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40