Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 12:14 Loftslagsmótmælendur við ríkisþinghúsið í Salem. Reiði þeirra beinist nú ekki aðeins að repúblikönum heldur einnig að demókrötum fyrir að lúffa fyrir þeim. AP/Sarah Zimmerman Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Frumvarp um að koma á viðskiptakerfi með losunarheimildir í Oregon í Bandaríkjunum er að líkindum dautt þar sem ekki er nægilegur stuðningur við það á ríkisþinginu, að sögn forseta öldungadeildar þess. Þingmenn repúblikana flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að hægt yrði að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir helgi. Demókratar fara með meirihluta á ríkisþingi Oregon í Salem. Þeir huguðust til taka atkvæða frumvarp sem hefði komið á viðskiptakerfi með losunarheimildir sem átti að vera hryggjarstykkið í aðgerðum ríkisins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Oregon hefði orðið aðeins annað ríki Bandaríkjanna til að lögleiða slíkt kerfi, á eftir Kaliforníu. Allir ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana, sem eru andsnúnir frumvarpinu, gripu til þess ráðs að flýja ríkið á fimmtudag. Það gerðu þeir til að koma í veg fyrir að demókratar gætu samþykkt frumvarpið. Demókratar hafa átján þingmenn í öldungadeildinni en tuttugu þingmenn þurfa að vera í salnum til að hægt sé að taka mál til atkvæðagreiðslu. Ekkert stoðaði að Kate Brown, ríkisstjóri og demókrati, skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á repúblikönunum og færa þá í þinghúsið því þeir höfðu yfirgefið Oregon. Þinghúsinu var lokað um helgina vegna hættu sem var talin stafa af vopnuðum hægrisinnuðum sveitum sem styðja repúblikanana. Ein þeirra sveita tók þátt í hertöku á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem endaði með mannfalli árið 2016. Á endanum mættu innan við hundrað manns á mótmælin sem repúblikanar skipulögðu. Einn þingmaður repúblikana virtist hóta ríkislögreglumönnum sem hafði verið skipað að færa þingmennina í þinghúsið. „Sendið piparsveina og komið þungvopnaðir. Ég ætla ekki að verða að pólitískum fanga,“ sagði Brian Boquist, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sem flúði ríkið.Lítill hópur stuðningsmanna repúblikana kom saman við þinghúsið á sunnudag. Þinghúsinu var læst af ótta við vopnaðar hægrisinnaðar sveitir sem sóru repúblikönunum stuðning.AP/Sarah ZimmermanSegir repúblikana standa gegn lýðræðinu Nú segir Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar, að frumvarpið nyti ekki lengur nægilegs stuðnings innan þingflokks demókrata. Biðlaði hann til repúblikana um að snúa heim svo hægt yrði að afgreiða fjárlög og fleiri mál sem hafa setið á hakanum síðustu vikuna. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Hundruð mótmælenda sem voru komnir saman við ríkisþinghúsið til þess að mótmæla aðgerðum repúblikana beindu reiði sinni þá í staðinn að demókrötum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungir loftslagsaðgerðasinnar sneru baki í Courtney og hrópuðu slagorð gegn honum. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að þingmennirnir ætli ekki að snúa aftur heim fyrr en þeir fá frekari tryggingar frá demókrötum fyrir því að losunarkerfisfrumvarpið sé endanlega dautt og grafið. „Við verðum að fá frekari tryggingar til þess að repúblikönunum líði þægilega með ferlið,“ segir Baertschiger. Demókratar í Oregon saka repúblikana um að vega að lýðræði í ríkinu með því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um mál sem hafði meirihluta atkvæða að baki sér. „Repúblikanarnir standa ekki gegn loftslagsbreytingum, þeir standa gegn lýðræði,“ segir Brown ríkisstjóri. Hún hefur sagt að vilji repúblikanar semja um þinglok verði þeir að snúa aftur í þinghúsið fyrst. Leiðtogar demókratar ættu ekki að verðlauna þá fyrir slæma hegðun með því að semja við þá á bak við tjöldin.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25