Boris Kardashian Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun