Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2019 00:05 Frá Cook-eyjum í Kyrrahafi Getty/James D. Morgan Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands. Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni. Leiðin hefur verið notuð í fjölda ára en fíkniefnalögreglumenn sem Guardian ræddi við segja að aukning á magni eiturlyfja sem farið hefur í gegnum Kyrrahafseyjurnar á undanförnum fimm árum hafi verið óeðlilega hröð og mikil.Götuverð í Ástralíu með því hæsta í heiminum Eiturlyfin sem áður voru nefnd, kókaín og metamfetamín, eiga uppruna sinn hjá gengjum bæði í Suður Ameríku og einnig norðar í álfunni. Gengin hafa í auknum mæli litið vestur um Kyrrahafið, sérstaklega til stórborga líkt og Sydney og Auckland þar sem götuverðið er með einu hæsta móti í heiminum, um 300 ástralskir dalir eða um 26 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem að kókaínneysla sé miðað við höfðatölu sé hærri þar en gengur og gerist í heiminum. John Coyne, yfirmaður tolla- og landrýmisgæslu hjá áströlskum lögregluyfirvöldum, segir í samtali við Guardian að Kyrrahafsríkin, líkt og Samóa, Tonga, Fiji og fleiri, séu fórnarlömb eiturlyfjafíknar Ástrala og Nýsjálendinga. „Ríkin eru viðkomustaður eiturlyfjasmyglara og skipulagðrar glæpastarfsemi í tengslum við smyglið, það hefur áhrif á málefni eins og spillingu, mútuþægni, löggjöf og alls kostar vandamál. Það má ekki vanmeta ábyrgð Ástralíu og áhrif eiturlyfjaþorsta landsmanna á litlu ríkin,“ segir Coyne.Frá Sydney hvar eiturlyfjaverð er með því hæsta.Getty/Lucas SchifresÁstralía hefur löngum aðstoðað stjórnvöld í smáríkjunum í varnarmálum og löggæslu svo einhverjir málaflokkar séu nefndir og segr Brett Kidner, sem áður fyrr var yfirmaður Kyrrahafsdeildar áströlsku ríkislögreglunnar og var staðsettur á Fiji, að Ríkislögreglan, jafnt sem ríkisstjórnin taki málinu gríðarlega alvarlega. „Við verðum að aðstoða félaga okkar í Kyrrahafinu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og ólöglegu smygli varnings, sérstaklega eiturlyfja,“ sagði Kidner.„Ef markaðurinn væri ekki svona stór væri ekkert vandamál“ Jose Sousa-Santos sem rannsakaður hefur milliríkjaglæpastarfsemi í Kyrrahafinu í Massey háskólanum á Nýja Sjálandi segir að löndin tvö verði að taka ábyrgð á áhrifunum sem sala eiturlyfja til Ástralíu og Nýja Sjálands hefur á smáríkin. „Ef markaðurinn væri ekki svona stór, væri vandamálið ekki til staðar á Kyrrahafinu,“ segir Sousa. „Tilfinningin í Kyrrahafsríkjunum er sú að Ástralía og Nýja Sjáland veiti ekki nægum fjármunum í þetta verkefni en einnig að ríkin séu að reyna að vernda eigin landamæri og hugsa ekki út í áhrifin á kyrrahafið. Afstaða þeirra er að reyna að stöðva aðgang fíkniefna að eigin ríkjum og nota kyrrahafseyjarnar sem skjöld,“ segir Sousa og bætir við að upplifun lögregluyfirvalda á Kyrrahafseyjunum sé sú að ástralska og nýsjálenska lögreglan líti ekki á þá sem jafningja. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur þó ákveðið að veita fjármunum til stuðnings við lögregluembætti kyrrahafslands í baráttunni gegn eiturlyfjum. 9 milljónum nýsjálenskra dala verður veitt til lögreglunnar í Tonga, til leitarhundaverkefnis á Cook-eyjum,sem tilheyra Nýja Sjáland, Samóa, Tonga og Fiji. Þá verður einnig haldið áfram að vinna að aðstoð í tolla og innflutningsmálum, þetta segir talsmaður utanríkisráðuneytis Nýja Sjálands.
Ástralía Fídji Marshall-eyjar Naúrú Nýja-Sjáland Palaú Salómonseyjar Samóa Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira