SI óttast óhagræði af sykurskatti Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2019 16:15 Sykur er ávanabindandi, bragðgóður og óhollur. Vísir/getty Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Skattheimtan er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Það megi gera strax með því að færa þessar vörur í efra virðisaukaskattsþrep. Í því samhengi er bent á að milli áranna 1994 og 2007 voru bæði gosdrykkir og sælgæti í hærra þrepi virðisaukaskatts meðan önnur matvæli voru í lægra þrepi. Tillögurnar að aðgerðunum 14 byggja á fordæmi annarra ríkja, t.a.m. tugir þjóða hafa á undanförnum árum tekið upp sykurskatt, auk þess að byggja á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Samtök iðnaðarins gjalda þó varhug við þessum tillögum og segja þær byggja á könnun sem „gerð var á mataræði Íslendinga fyrir áratug.“ Aðgerðaráætlun landlæknis vísar þó til norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 sem sýndi að sykurneysla fullorðinna væri mest á Íslandi. Þá sýndi könnunin jafnframt að á tímabilinu 2011 til 2014 hafi Íslendingar borðað minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin. Ein af tillögum landlæknis miðar einmitt að því að nota peningana sem safnast með sykurskattinum til að lækka verð á hollustu.Mataræði hafi breyst Samtök iðnaðarins segja margt hafa breyst í mataræði landsmanna. Þannig hafi markaðshlutdeild sykraðra gosdrykkja stórlega dregist saman á síðustu árum um leið og markaðshlutdeild sykurlausra drykkja og vatns hafi aukist. „Þessi þróun er einungis hluti af miklum breytingum á lífsháttum og matarvenjum landsmanna. Neytendur hafa í miklum mæli snúið sér að hollari valkosti. Það er því löngu tímabært að kannað verði að nýju hvernig matarvenjum landsmanna er háttað,“ segir í ályktun SI. Ætla má að samtökin fagni tillögu landlæknis, sem er önnur á blaði í aðgerðaráætluninni, um að blása til reglulegra landskannanna á mataræði og vakta áhrifaþætti heilbrigðis hér á landi. Samtökin segja sérstaka skattlagningu einstakra vöruflokka fela í sér mismunun og skerða samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. Íslensk stjórnvöld hafi þannig bæði látið reyna á sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum til að stýra neyslu almennings, án mikils árangurs að mati Samtaka iðnaðarins.Samtök iðnaðarins setja sig upp á móti fyrstu tillögu landlæknis, að hækka álögur á óhollustu en um leið að lækka ólögur á hollustu.Fyrri sykurskattur illa útfærður Í aðgerðaráætlun landlæknis er drepið á reynslunni af fyrri sykurskatti, sem var settur á árið 2013 og afnuminn tveimur árum síðar. Þá voru sett vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gagnrýnir þessa aðgerðir því þegar „upp var staðið var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd,“ eins og það er orðað í aðgerðaráætluninni. Er þar vísað til þess að sykraðir gosdrykkir hafi „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði hafi lækkað í verði. Var það vegna þess að vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi. „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ segir í aðgeráráætluninni. Þar að auki var virðisaukaskattur á matvælum hækkaður úr 7% í 11% árið 2015. Jafnframt voru vörugjöld, þar með talin þau sem lögðust á sykruð matvæli, afnumin. Afleiðing þessara aðgerða var að gosdrykkir lækkuðu í verði og ávextir og grænmeti hækkuðu. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts.Óhagræði af hækkunum Samtök iðnaðarins telja verðhækkanir sem þessar þó hafa í för með sér „umtalsverðan kostnað og óhagræði sem hefur komið niður á bæði fyrirtækjum og almenningi,“ en SI hafa barist fyrir því að „almennar og einfaldar reglur“ gildi á markaði. „Samtök iðnaðarins telja það fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli með tilheyrandi kostnaði. Ekki aðeins hækkar það verð þeirra vara sem fyrir því verða heldur eykur það kostnað við kerfið sem slíkt sem á endanum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja og eykur kostnað neytenda og hins opinbera.“ Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna.Skattheimtan er ein af 14 tillögum sem landlæknir leggur til í nýrri aðgerðaráætlun, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn á föstudag. Landlæknir leggur til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent. Það megi gera strax með því að færa þessar vörur í efra virðisaukaskattsþrep. Í því samhengi er bent á að milli áranna 1994 og 2007 voru bæði gosdrykkir og sælgæti í hærra þrepi virðisaukaskatts meðan önnur matvæli voru í lægra þrepi. Tillögurnar að aðgerðunum 14 byggja á fordæmi annarra ríkja, t.a.m. tugir þjóða hafa á undanförnum árum tekið upp sykurskatt, auk þess að byggja á Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi til 2030, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði mataræðis og næringar 2015-2020, Aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vegna langvinnra sjúkdóma 2013-2020 og Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu sem gerð var árið 2013. Samtök iðnaðarins gjalda þó varhug við þessum tillögum og segja þær byggja á könnun sem „gerð var á mataræði Íslendinga fyrir áratug.“ Aðgerðaráætlun landlæknis vísar þó til norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 sem sýndi að sykurneysla fullorðinna væri mest á Íslandi. Þá sýndi könnunin jafnframt að á tímabilinu 2011 til 2014 hafi Íslendingar borðað minnst af grænmeti og ávöxtum miðað við hin Norðurlöndin. Ein af tillögum landlæknis miðar einmitt að því að nota peningana sem safnast með sykurskattinum til að lækka verð á hollustu.Mataræði hafi breyst Samtök iðnaðarins segja margt hafa breyst í mataræði landsmanna. Þannig hafi markaðshlutdeild sykraðra gosdrykkja stórlega dregist saman á síðustu árum um leið og markaðshlutdeild sykurlausra drykkja og vatns hafi aukist. „Þessi þróun er einungis hluti af miklum breytingum á lífsháttum og matarvenjum landsmanna. Neytendur hafa í miklum mæli snúið sér að hollari valkosti. Það er því löngu tímabært að kannað verði að nýju hvernig matarvenjum landsmanna er háttað,“ segir í ályktun SI. Ætla má að samtökin fagni tillögu landlæknis, sem er önnur á blaði í aðgerðaráætluninni, um að blása til reglulegra landskannanna á mataræði og vakta áhrifaþætti heilbrigðis hér á landi. Samtökin segja sérstaka skattlagningu einstakra vöruflokka fela í sér mismunun og skerða samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. Íslensk stjórnvöld hafi þannig bæði látið reyna á sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum til að stýra neyslu almennings, án mikils árangurs að mati Samtaka iðnaðarins.Samtök iðnaðarins setja sig upp á móti fyrstu tillögu landlæknis, að hækka álögur á óhollustu en um leið að lækka ólögur á hollustu.Fyrri sykurskattur illa útfærður Í aðgerðaráætlun landlæknis er drepið á reynslunni af fyrri sykurskatti, sem var settur á árið 2013 og afnuminn tveimur árum síðar. Þá voru sett vörugjöld á vörur sem innihéldu sykur eftir sykurinnihaldi. Landlæknir gagnrýnir þessa aðgerðir því þegar „upp var staðið var ekki tekið tillit til lýðheilsusjónarmiða við þá framkvæmd,“ eins og það er orðað í aðgerðaráætluninni. Er þar vísað til þess að sykraðir gosdrykkir hafi „einungis“ hækkað um 5 krónur á lítra og súkkulaði hafi lækkað í verði. Var það vegna þess að vörugjöld sem fyrir voru á súkkulaði voru hærri en þau vörugjöld sem lögð voru á eftir sykurinnihaldi. „Embætti landlæknis benti þá á að þessi aðgerð væri ekki líkleg til árangurs heldur væri áþreifanleg hækkun á verði gosdrykkja og sælgætis árangursríkari leið til að draga úr sykurneyslu landsmanna og virka þannig sem forvarnaraðgerð til að draga úr óheilbrigðum neysluvenjum. Það hafa því í raun aldrei verið settar álögur á sykruð matvæli á Íslandi út frá lýðheilsusjónarmiðum,“ segir í aðgeráráætluninni. Þar að auki var virðisaukaskattur á matvælum hækkaður úr 7% í 11% árið 2015. Jafnframt voru vörugjöld, þar með talin þau sem lögðust á sykruð matvæli, afnumin. Afleiðing þessara aðgerða var að gosdrykkir lækkuðu í verði og ávextir og grænmeti hækkuðu. Úr þessu má lesa að þessar nýju tillögur séu taldar betur til þess fallnar að ná markmiðum fyrri sykurskatts.Óhagræði af hækkunum Samtök iðnaðarins telja verðhækkanir sem þessar þó hafa í för með sér „umtalsverðan kostnað og óhagræði sem hefur komið niður á bæði fyrirtækjum og almenningi,“ en SI hafa barist fyrir því að „almennar og einfaldar reglur“ gildi á markaði. „Samtök iðnaðarins telja það fráleitt að taka aftur upp vörugjöld á matvæli með tilheyrandi kostnaði. Ekki aðeins hækkar það verð þeirra vara sem fyrir því verða heldur eykur það kostnað við kerfið sem slíkt sem á endanum kemur niður á samkeppnishæfni fyrirtækja og eykur kostnað neytenda og hins opinbera.“
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent