Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:13 Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum. Fréttablaðið/Hanna Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira