Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 09:21 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent