Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla Ari Brynjólfsson skrifar 25. júní 2019 07:00 Í erindum foreldra barna í Hagaskóla til skólans kemur fram að börn þeirra glími við slappleika, stigversnandi höfuðverk og ógleði. Fréttablaðið/Valli Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira