16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi. Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi.
Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira