Ólafía Þórunn: Ég kæri mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sagði aðdáendum sínum og stuðningsmönnum frá stöðunni á sér í stuttri færslu á fésbókarsíðu Ólafíu Þórunnar í dag. Fyrri hluti tímabilsins á Symetra-mótaröðinni er nú að baki og Ólafía segir að hún sé enn þá að finna sig þar. Ólafía Þórunn er í 142. sæti á peningalistanum en hún hefur unnið sér inn 1.857 dollara á þeim sex mótum sem hún hefur tekið þátt. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra. Hún gengur því ekki að sæti vísu á LPGA-mótunum en getur dottið inn á mót og mót. „Að vita ekki hvar ég verð í næstu viku er krefjandi. Ég tek babysteps í átt að betri heilsu, held ég sé alveg komin með þetta!!... og svooooo tek ég nokkur skref afturábak. Þetta ár er búið að vera mikilvægt fyrir allskonar áskoranir,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn hefur komist þrisvar í gegnum niðurskurðinn á þessum sex mótum á Symetra-mótaröðinni og hennar besti árangur er 45. sæti á IOA Invitational í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum í maí. „Ég bið um hjálp frá góðu fólki sem ég er þakklát fyrir. Á móti kemur, kæri ég mig ekki mikið um aðstoð frá Bubba niðrí bæ sem hefur aldrei gengið þennan veg og mun aldrei skilja þennan heim. En ég skil að hann heldur að þetta sé svo einfalt og geti "lagað" mig. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ skrifaði Ólafía. Hún horfir bjartsýn á framhaldið. „Symetra mót á föstudaginn. Svo dansa ég á línunni að komast inn í tvö LPGA mót næstu vikur. Sjáum hvað setur! Núið krakkar, núið! Nýtt tækifæri,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira