Sumarfríið stytt vegna lúsmýs Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:28 Bústaðurinn sem fjölskyldan gisti í var í nágrenni Laugarvatns. Samsett/Erling/AME Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook
Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53