„Ekki vera heigull, Boris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:41 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, kveðst ekki ætla að tjá sig um meintar heimiliserjur sínar. Vísir/getty Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi. Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi.
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent