Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. Nordicphotos/AFP Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira