Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 09:01 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær. Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna.Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, snemma morguns á föstudaginn. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. Nágranninn sagðist hafa heyrt öskur og læti og hafði breska blaðið Guardian eftir honum að Symonds hefði á einum tímapunki sagt Johnson að fara af sér og að hann ætti að fara úr íbúðinnni. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands, beri hann sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Lögregla sem svaraði útkallinu mætti á heimili Johnson og Symonds en yfirgaf vettvang eftir að hafa rætt við Symonds og Johnson.Í fyrstu frétt Guardian af málinu segir að nágranninn hafi tekið upp rifrildi Johnson og Symonds, samkvæmt blaðinu má meðal annars heyra í Symonds öskra „farðu úr fjandans fartölvunni minni“. Þá segist nágranninn hafa heyrt diska brotna og talsverð öskur. Nágrannninn hefur nú stigið fram og segir hann nauðsynlegt að hann fái að skýra sína hlið af málinu, þar sem hann hafi mátt þola talsverða gagnrýni og áreiti fyrir að hafa hringt í lögregluna.Guardian birtir yfirlýsingu nágrannanns sem heitir Tom Penn. Hann segir að hann hafi aðeins hringt á lögregluna þar sem það hafi verið síðasta úrræði hans en hann hafi haft talsverðar áhyggjur af velferð nágranna sinna tveggja vegna rifrildis þeirra. „Eftir að hávært öskur og bank, og þögn í kjölfarið, hljóp ég upp og ég og konan mín sammældumst um það að ég myndi athuga hvað væri í gangi. Ég bankaði þrisvar hjá þeim en fékk ekkert svar. Ég fór aftur heim og við ákváðum að hringja í lögregluna,“ segir Penn. Hann segir að lögregla hafi brugðist skjótt við og að í ljós hafi komið að allt væri með felldu. „Það eina sem ég hugsaði um var velferð nágranna minna. Ég vona að að allir myndu gera það sama og ég gerði,“ skrifar Penn. Þá segist hana hafa látið Guardian í té upplýsingar um málið það sem það hafi að hans mati varðað almannahagsmuni, enda Johnson að sækjast eftir því að verða forsætisráðherra. Hann segir pólítískar skoðanir sínar hafa ekkert með málið að gera, hann hafi kosið með því að Bretland væri áfram meðlimur í ESB, en það væri hans eina þátttaka í stjórnmálum. Johnson hefur ekki enn tjáð sig um málið en hann neitaði að svara spurningum um það á opnum fundi í Birmingham í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12