Einhverfusamtökin leiðrétta rangfærslur Jakobs Frímanns Eiður Þór Árnason skrifar 22. júní 2019 16:32 Samtökin hvetja fólk til að afla sér þekkingar um einhverfu. Fréttablaðið/Sigtryggur Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu. Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu.
Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36