Segir peningana sogast suður Ari Brynjólfsson skrifar 22. júní 2019 10:00 Rúmlega 10.000 tonna framleiðsla í fiskeldi er nú á sunnanverðum Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira