Leiðsögn líkist einleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 11:00 Þór segir Tuliniusarnafnið hafa komið til landsins með langalangafa hans, Carli Tulinius. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tímamót Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Landsmenn kannast við Þór Tulinius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Endatafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann kveðst hafa verið í bekk með sjö nemendum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta orðið þriggja ára nám og ábyggilega fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið sé ekki bara orðið greindara en við og fljótara að læra,“ segir hann. „En þetta er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem leikari og leikstjóri, en minna verið í því síðustu ár og meira í ferðamennsku.“ Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi og franskur vinur minn bað mig að fara með franska ferðalanga um landið. Ég sagðist nú ekki vera fróður um það. „Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svaraði hann. Þannig fór ég af stað og var í þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu árum fór ég að taka eina og eina ferð sem ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt. Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp í hendurnar á mér. Ég var að leika einleik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna og spurði hvort hann vissi hvað svona bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferðir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“ Þór segir reynslu leikarans koma sér vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppistand, eins og að vera með einleik“ segir hann glaðlega og kannast ekki mikið við vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott land að fólkið er dolfallið yfir því og verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt. Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir það líka sérstakt, maður sér svo langt. Við erum ofsalega heppin að eiga þetta land. Það hríslast um mig aðdáun þegar ég er að labba einhvers staðar um það með hópa.“ Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveitinni. „Við kynntumst gegnum leiklistina þegar ég var að leikstýra Góða dátanum Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011. „Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á tvo uppkomna syni. Svo á ég dótturdóttur sem heitir Anna Sóley Kristjánsdóttir, bætir hann við stoltur.“ Spurður hvort hann ætli að halda upp á sextugsafmælið sem er í dag, svarar Þór. „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað meira seinna.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tímamót Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira