„Spila eins lengi og líkaminn leyfir en vil ekki haltra um golfvellina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2019 16:54 Kári á blaðamannafundinum í Víkinni í dag. vísir/vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21