Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 14:34 Mikið hefur verið rætt um hættu á gróðureldum í Skorradal, en þar eru um 600 sumarbústaðir. Vísir/Bjarni Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því. Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því.
Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54