Yfirmaður í sjóher Venesúela lést í varðhaldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2019 23:20 Varnarmálaráðuneytið staðfestir að Acosta sé látinn. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty/Bloomberg Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga. Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga.
Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22
Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent