Ný tegund hraðamyndavéla á Grindavíkurvegi Sighvatur Jónsson skrifar 30. júní 2019 20:02 Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar. Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar.
Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira