Verstappen fékk staðfestan sigurinn eftir þriggja tíma bið Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2019 18:04 Verstappen fagnar sigrinum. vísir/getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig. Austurríki Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen kom, sá og sigraði í austurríska kappakstrinum sem fór fram í dag en mikil dramatík var í kringum kappaksturinn. Verstappen kom fyrstur í mark en umdeilt atvik átti sér stað er Verstappen tók fram úr forystusauðnum, Charles Leclerc, á 69. hringnum. Charles, sem ekur fyrir Ferrari, var ekki sáttur með framúraksturinn og var atvikið kært. Verstappen kom einungis þremur sekúndum á undan Charles í mark svo víti hefði kostað hann sigurinn.SPY: It's like the longest VAR decision ever... #RBspy#AustrianGPpic.twitter.com/zq4AkM3wEd — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Eftir mikið japl, jaml og fuður var ljóst að alþjóðlega formúlusambandið ákvað að refsa ekki Verstappen sem stóð að endingu uppi sem sigurvegari.The wait is over... @Max33Verstappen *officially* wins the #AustrianGP! #F1pic.twitter.com/lfjZ3DKc99 — Aston Martin Red Bull Racing (@redbullracing) June 30, 2019 Valtteri Bottast frá Mercedes endaði í þriðja sætinu og Sebastian Vettel frá Ferrari í því fjórða. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, endaði í fimmta sætinu. Eftir sigurinn er Verstappen kominn með 126 í heimsmeistarakeppni ökuþóra en Valtteri Bottas er í öðru sætinu með 166. Heimsmeistarinn, Hamilton, er á toppnum með 197 stig. Mercedes er í sérflokki í flokki bílasmiða. Þeir eru með 363 stig, Ferrari er í öðru með 228 stig og í þriðja sætinu er Red Bull með 169 stig.
Austurríki Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira