Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 16:17 Matthías starfar í tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg og vinnur þar að doktorsverkefni sínu. Jessica Cushman Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira