Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 11:51 Þingmennirnir voru ekki sammála um hvort sykurskattur væri rétta leiðin. Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. Þar var sykurskatturinn ræddur, en óhætt er að segja að sú umræða hafi farið hátt í vikunni. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er hlynntur skattinum og segir það vera skynsamlegt að reyna með ýmsum hætti að stuðla að betri lýðheilsu þjóðarinnar. Hann segir það ekki vera neitt nýtt að neyslu fólk sé stýrt með auknum gjöldum og nefnir þar áfengi og tóbak sem dæmi. „Þetta er ekki séríslensk hugmynd, sérstaklega með sykurskattinn, þetta er alþjóðlegt fyrirbæri. Flest fylki Bandaríkjanna hafa til dæmis farið þá leið að setja sérstaka skatta á sykraðar drykkjarvörur. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin mælir sérstaklega með því að þessi leið sé farin í skýrslu frá 2014 þar sem bent er á þetta sem virka leið til þess að ná þessum markmiðum,“ segir Ólafur Þór og bætir við að málið snúist fyrst og fremst um lýðheilsu. Hann segir að nýta megi skattinn til þess að lækka verð á hollari vörum á móti og þannig gera val neytenda auðveldara. Hann telji þetta því mjög skynsamlega leið og segist treysta því að ríkið myndi ráðstafa þeim tekjum sem fengjust af sykurskatti á skynsaman hátt.Segir sykurskattinn ekki líklegan til árangurs Þorgerður Katrín segist ekki vera hlynnt hugmyndafræðinni eins og hún hefur verið kynnt hingað til. Sykurskatturinn birtist henni sem ákveðin uppgjöf og friðþæging. „Við vorum hér með sykurskatt í einhvern tíma, hann var lagður af og hvað gerðist? Sykurneysla jókst ekki – hún minnkaði. Það sem ég vara eindregið við er að, eins og þau kynna þetta, þá er enn og aftur verið að pikka út tiltekna vöruflokka og ég hef verið að benda á það að á einum stað er verið að skattleggja eitt eða tvö fyrirtæki í drykkjarbransanum alveg á fullt á meðan Mjólkursamsalan, hundrað metrum frá, er undanþegin,“ segir hún og bendir á að Mjólkursamsalan sé einnig mjög stór sykurinnflytjandi. Þorgerður Katrín nefnir þróun í áfengisneyslu ungmenna hér á landi en snemma á tíunda áratug síðustu aldar var hún hæst hér á meðal Evrópuþjóða. Með forvörnum og fræðslu hafi okkur tekist að snúa þeirri þróun við og segir sömu leið vera vænlegasta til vinnings varðandi sykurneyslu. „Þá vil ég frekar fara þá leið heldur en að skattleggja, þetta er svo mislukkuð leið.“ Hún segir skattinn bitna mest á lágtekjufólki, því sé haldið fram að það kaupi meira af óhollustu og sykruðum drykkjum og því sé það hópurinn sem færi verst út úr slíkri skattlagningu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir margt gott vera í tillögum landlæknis en er ekki hrifinn af sykurskattinum.Þarf að einfalda virðisaukaskattinn Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir skattlagningu eiga að vera einfaldari og almennari. Allar vörur ættu að vera í lágu virðisaukaskattsþrepi og jafnframt útrýma þeim undanþágum sem eru til staðar. „Þá værum við líka laus við þessa umræðu um það hvort vörur eiga að vera í þessu virðisaukaskattsþrepinu eða hinu, þá þyrftum við ekki að taka þessa umræðu sem var tekin um daginn um bleika skattinn og það allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir tillögur landlæknis gera ráð fyrir því að kerfið yrði margflækt upp á nýtt. Þrjú skattþrep yrðu fyrir matvörur, vörugjöld kæmu þar á ofan og ástandið myndi svipa til þess sem var áður reynt að afnema. „Við höfum líka efasemdir um þessa tilhneigingu að stýra neyslu með sköttum sem eru lagðir á það sem menn telja óhollt eða óheppilegt í það skiptið, nú eru vísindin alltaf að breytast,“ segir Ólafur en viðurkennir þó að ofneysla sykurs sé ekki góð. „Það á bara að vera flatur skattur, neysluskattur, og svo eigum við að beita öllum hinum aðferðunum sem eru í aðgerðaráætlun landlæknis,“ segir Ólafur og tekur fram aðrar tillögur í umræddri aðgerðaáætlun, þar á meðal vitundarvakningu, að miðla upplýsingum til neytenda og fá verslanir með í lið.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Sprengisandur Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. Þar var sykurskatturinn ræddur, en óhætt er að segja að sú umræða hafi farið hátt í vikunni. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, er hlynntur skattinum og segir það vera skynsamlegt að reyna með ýmsum hætti að stuðla að betri lýðheilsu þjóðarinnar. Hann segir það ekki vera neitt nýtt að neyslu fólk sé stýrt með auknum gjöldum og nefnir þar áfengi og tóbak sem dæmi. „Þetta er ekki séríslensk hugmynd, sérstaklega með sykurskattinn, þetta er alþjóðlegt fyrirbæri. Flest fylki Bandaríkjanna hafa til dæmis farið þá leið að setja sérstaka skatta á sykraðar drykkjarvörur. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin mælir sérstaklega með því að þessi leið sé farin í skýrslu frá 2014 þar sem bent er á þetta sem virka leið til þess að ná þessum markmiðum,“ segir Ólafur Þór og bætir við að málið snúist fyrst og fremst um lýðheilsu. Hann segir að nýta megi skattinn til þess að lækka verð á hollari vörum á móti og þannig gera val neytenda auðveldara. Hann telji þetta því mjög skynsamlega leið og segist treysta því að ríkið myndi ráðstafa þeim tekjum sem fengjust af sykurskatti á skynsaman hátt.Segir sykurskattinn ekki líklegan til árangurs Þorgerður Katrín segist ekki vera hlynnt hugmyndafræðinni eins og hún hefur verið kynnt hingað til. Sykurskatturinn birtist henni sem ákveðin uppgjöf og friðþæging. „Við vorum hér með sykurskatt í einhvern tíma, hann var lagður af og hvað gerðist? Sykurneysla jókst ekki – hún minnkaði. Það sem ég vara eindregið við er að, eins og þau kynna þetta, þá er enn og aftur verið að pikka út tiltekna vöruflokka og ég hef verið að benda á það að á einum stað er verið að skattleggja eitt eða tvö fyrirtæki í drykkjarbransanum alveg á fullt á meðan Mjólkursamsalan, hundrað metrum frá, er undanþegin,“ segir hún og bendir á að Mjólkursamsalan sé einnig mjög stór sykurinnflytjandi. Þorgerður Katrín nefnir þróun í áfengisneyslu ungmenna hér á landi en snemma á tíunda áratug síðustu aldar var hún hæst hér á meðal Evrópuþjóða. Með forvörnum og fræðslu hafi okkur tekist að snúa þeirri þróun við og segir sömu leið vera vænlegasta til vinnings varðandi sykurneyslu. „Þá vil ég frekar fara þá leið heldur en að skattleggja, þetta er svo mislukkuð leið.“ Hún segir skattinn bitna mest á lágtekjufólki, því sé haldið fram að það kaupi meira af óhollustu og sykruðum drykkjum og því sé það hópurinn sem færi verst út úr slíkri skattlagningu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir margt gott vera í tillögum landlæknis en er ekki hrifinn af sykurskattinum.Þarf að einfalda virðisaukaskattinn Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir skattlagningu eiga að vera einfaldari og almennari. Allar vörur ættu að vera í lágu virðisaukaskattsþrepi og jafnframt útrýma þeim undanþágum sem eru til staðar. „Þá værum við líka laus við þessa umræðu um það hvort vörur eiga að vera í þessu virðisaukaskattsþrepinu eða hinu, þá þyrftum við ekki að taka þessa umræðu sem var tekin um daginn um bleika skattinn og það allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir tillögur landlæknis gera ráð fyrir því að kerfið yrði margflækt upp á nýtt. Þrjú skattþrep yrðu fyrir matvörur, vörugjöld kæmu þar á ofan og ástandið myndi svipa til þess sem var áður reynt að afnema. „Við höfum líka efasemdir um þessa tilhneigingu að stýra neyslu með sköttum sem eru lagðir á það sem menn telja óhollt eða óheppilegt í það skiptið, nú eru vísindin alltaf að breytast,“ segir Ólafur en viðurkennir þó að ofneysla sykurs sé ekki góð. „Það á bara að vera flatur skattur, neysluskattur, og svo eigum við að beita öllum hinum aðferðunum sem eru í aðgerðaráætlun landlæknis,“ segir Ólafur og tekur fram aðrar tillögur í umræddri aðgerðaáætlun, þar á meðal vitundarvakningu, að miðla upplýsingum til neytenda og fá verslanir með í lið.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Sprengisandur Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15