Spila Williams og Murray saman á Wimbledon? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 12:00 Andy Murray og Serena Williams unnu bæði Wimbledon risatitla í einliðaleik árið 2016. Taka þau saman höndum í tvenndarleik þremur árum síðar? vísir/getty Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins. Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Serena Williams og Andy Murray gætu spilað saman í tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis í næstu viku. Murray er að koma til baka eftir aðgerð á mjöðm og ætlar hann bara að taka þátt í tvenndar- og tvíliðaleik á Wimbledonmótinu, ekki spila einliðaleik. Murray er búinn að skrá sig til leiks í tvíliðaleik en hann vill líka taka þátt í tvenndarleik og vantar þar félaga. Wimbledonmótið hefst á morgun en skráningarfrestur í tvenndarleik er á miðvikudaginn. Williams, sem hefur unnið 23 risamót á ferlinum, er einnig að jafna sig á meiðslum. Hún er þó á meðal keppenda í einliðaleik. Hún var spurð út í möguleikann á að spila með Murray um helgina og svaraði: „Ég er á lausu.“ Hún er þó ekki búin að ákveða á að taka þátt í tvenndarleiknum, þar sem hún vill ekki fá bakslag í hnéð. Murray setti einnig fyrirvara á möguleikann á þessu ofurpari þar sem Serena er meðal keppenda í einliðaleik. „Ef maður tekur þátt í tvenndarleik, sem er planið hjá mér, þá viltu vera að spila með einhverjum sem verður til staðar allt mótið og er að keppa til þess að vinna,“ sagði Murray. „Ég veit, og skil það vel, að hjá þeim sem eru líka í einliðaleik er þetta ekki alltaf þannig.“ „Augljóslega er hægt að færa rök fyrir því að Serena sé besti leikmaður sögunnar. Hún væri nokkuð öruggur félagi,“ sagði Murray og glotti. Andy Murray spilar með Frakkanum Pierre-Hugues Herbert í tvíliðaleiknum og mæta þeir Marius Copil og Ugo Humbert í fyrstu umferð. Andy gæti mætt bróður sínum Jamie, og félaga hans Neal Skupski, í þriðju umferðinni komist bæði lið þangað. Serena Williams mætir hinni ítölsku Giulia Gatto-Monticone í fyrstu umferð einliðaleiksins.
Tennis Tengdar fréttir Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Murray snýr aftur eftir aðgerð sem breytti lífi hans Tenniskappinn Andy Murray segir að mjaðmaaðgerðin sem hann gekkst undir hafa breytt lífi sínu. 17. júní 2019 06:00